Ingibjörg vill kosningar í vor

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde á Alþingi. mbl.is/Ómar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, vill að boðað verði til alþingiskosninga í vor. Utanríkisráðherra hefur dvalið í Stokkhólmi undanfarið í læknismeðferð en er væntanleg til Íslands á morgun.

Ingibjörg Sólrún sagðist í samtali við Ríkisútvarpið enn vera í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum „og við stöndum saman meðan sætt er." Hún sagðist myndu einhenda sér í að undirbúa kosningar og  í raun geti flokkarnir staðið saman að tillögu um kosningar. Hún lagði jafnframt áherslu á að það verði að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu fram að því.

Ingibjörg Sólrún sagði, að stjórnmálamenn verði að axla ábyrgð eins og staðan sé nú og ályktun Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar frá í gær, um að slíta beri stjórnarsamstarfinu, hafi ekki hafa komið sér á óvart.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur verið boðuð til fundar á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert