Fleiri fóru en komu í fyrra

Norræna.
Norræna.

Fyrsta koma Norrænu til Seyðisfjarðar á þessu ári er áætluð 3. febrúar næstkomandi. Ferjan er nú komin úr slipp í Hamborg þar sem m.a. var skipt um stöðugleikaugga og er verið að stilla nýju uggana, samkvæmt heimildum mbl.is.

Í fyrra gerðist það í fyrsta sinn að fleiri farþegar fóru með Norrænu frá landinu en komu til þess, að því er fram kemur á heimasíðu Smyril Line, útgerðarfélags Norrænu. Þá dró einnig úr farþegafjöldanum í fyrra miðað við árin tvö á undan.

Farþegaflutningar til og frá Íslandi voru sem hér segir:

Til og frá Íslandi 2005 25.699 Til og frá Íslandi 2006 32.858 Breyting  + 27.9% Til og frá Íslandi 2007 34.412 Breyting  +  4,7% Til og frá Íslandi 2008 32.421 Breyting  -   5.8%


mbl.is