Gera klárt fyrir kosningar

Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi.
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á blaðamannafundi. mbl.is/Kristinn

Báðir stjórnarflokkarnir virðast farnir að búa sig undir kosningar í vor. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að landsfundi Samfylkingarinnar verði flýtt, og hann haldinn í mars eða apríl, og búast má við að Geir H. Haarde forsætisráðherra mæli fyrir því í dag að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði seinkað þar til í apríl.

Flokksfélög Samfylkingarinnar víða um land hyggjast taka undir kröfu félagsins í Reykjavík um stjórnarslit og kosningar, skv. heimildum blaðsins og seinkun landsfundar Sjálfstæðisflokksins er rökstudd með því að ekki sé hægt að halda hann í lok janúar af öryggisástæðum, auk þess sem búast megi við kosningum í maí og því sé ráðlegt að færa landsfundinn nær kosningum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu. Hún segir koma til greina að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum sem Framsóknarflokkurinn verji falli. „Það kemur allt til greina ef þeir átta sig á því að stjórnvalda bíða erfiðar ákvarðanir við að koma skútunni á réttan kjöl aftur. Mér hefur sýnst skorta mikið upp á það.“ Hún segist ekki vera að hætta í stjórnmálum vegna veikinda. „Ótímabærar frásagnir af brotthvarfi mínu eru stórlega ýktar,“ sagði Ingibjörg Sólrún við Morgunblaðið í gær.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »