Fylgi VG mælist rúmlega 32%

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Fylgi flokksins mælist nú yfir …
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, Fylgi flokksins mælist nú yfir 32%. mbl.is/Ómar

Fylgi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs mælist 32,6% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Fylgi Framsóknarflokksins eykst einnig verulega og mælist 16,8% en fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks heldur áfram að minnka. Aðeins 20,3% segjast styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningurinn aldrei mælst minni.

Fylgi Samfylkingarinna mælist nú 19,2% og hefur ekki verið minna í tvö ár. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 22,1%. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 3,7%.

Flestir, eða 45,1%, segjast vilja þjóðstjórn fram að næstu kosningum. Fjórðungur vill að núverandi ríkisstjórn haldi áfram þar til kosið er, en 18,2 prósent vilja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokks.

mbl.is

Bloggað um fréttina