Davíð undir væng Ögmundar

Davíð Oddsson og aðrir seðlabankastjórar njóta meðal annars góðs af baráttu Ögmundar Jónassonar, tilvonandi ráðherra en það er ekki einfalt mál fyrir nýja ríkisstjórn að losna við þá úr bankanum.

Ekki er hægt að reka bankastjórana án áminningar eða án þess að gefa þeim tækifæri til að bæta framgöngu sína í starfi. Davíð Oddsson sjálfur vildi hinsvegar draga úr réttindum forstöðumanna opinberra stofnana í stjórnartíð sinni.

Vilji ný ríkisstjórn breytingar í Seðlabankanum verður það því að öllum líkindum bæði dýrt og erfitt eins og kemur fram í viðtali við Gunnar Helga Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ á MBL Sjónvarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina