Lögregla beitti piparúða

Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld.
Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld. mbl.is/Ómar

Lögreglan beitti rétt í þessu piparúða til þess að halda mótmælendum í skefjum fyrir utan Hilton Nordica hótelið í Reykjavík. Mótmælendur höfðu fært sig bak við hótelið, en innandyra fer fram móttökuathöfn vegna málstofu á vegum NATO.

Lögreglan handtók tvo mótmælendur fyrr í kvöld og nokkra til viðbótar nú áðan. Gríðarleg öryggisgæsla er við hótelið en nú virðist vera að hitna í kolunum.

Fólk utan við Hilton Nordica hótelið í kvöld.
Fólk utan við Hilton Nordica hótelið í kvöld. mbl.is/júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina