Sex handteknir

Mótmælendur við Nordica Hilton í kvöld.
Mótmælendur við Nordica Hilton í kvöld. mbl.is/Júlíus

Alls voru sex mótmælendur handteknir utan við Hilton Nordica hótelið í kvöld skv. upplýsingum lögreglunnar. Í eitt skipti beitti lögreglan piparúða til þess að hafa hemil á mótmælendum.´

Á hótelinu fór fram móttökuathöfn vegna málstofu á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem hefst  í fyrramálið.

Gríðarleg öryggisgæsla var við hótelið, mótmælendur voru mest um 70 talsins og lögreglumenn álíka margir.

Lögreglan leiðir einn hinna handteknu á brott í kvöld.
Lögreglan leiðir einn hinna handteknu á brott í kvöld. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina