Fengjum forgang inn í ESB

Olli Rehn.
Olli Rehn. FRANCOIS LENOIR

Ísland fær forgang í umsóknarferlinu að Evrópusambandinu, svo unnt verði að bjarga landinu frá algeru fjárhagslegu hruni og er búist við að sótt verði um aðild innan nokkurra mánaða. Þetta kemur fram á vef The Guardian í dag.

Þar segir einnig að útkoma kosninga í maí ráði því hvort sótt verði um aðild eða ekki. Umsókninni yrði vel tekið í Brussel og samningaviðræðum, sem venjulega taki mörg ár, yrði hraðað svo Ísland fengi inngöngu á mettíma, jafnvel árið 2011. Þá yrði landið 29. meðlimur Evrópusambandsins.

Að sögn Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál framkvæmdastjórnar ESB, kýs sambandið frekar að tvær þjóðir hljóti inngöngu á sama tíma heldur en ein. „Ef Ísland sækir fljótlega um og samningaviðræðurnar ganga skjótt fyrir sig gætu Króatía og Ísland gengið saman inn í sambandið.“ Rehn bætir svo við að landið yrði góð viðbót í sambandið. 

Í frétt The Guardian segir einnig frá því að stjórnarslit hafi orðið fyrir skömmu, hin fyrstu í heiminum eftir efnahagshrunið sem hafi svo til eyðilagt íslenska gjaldmiðilinn. Fólk hafi glatað sparnaði sínum og lífeyri, taka þurfti hátt lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Íslendingar tekið að mótmæla sem aldrei fyrr.

Kosningarnar í maí muni að miklu leyti snúast um aðild að Evrópusambandinu svo hægt verði að taka upp evru sem allra fyrst.

Fréttina í heild má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert