Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Geir H. Haarde, fráfarandi forsætisráðherra þakkaði í dag bankastjórn Seðlabankans fyrir náið og ánægjulegt samstarf. Jafnframt þakkaði Geir bankastjórninni fyrir vel unnin störf undanfarna mánuði við gríðarlega erfiðar og óvenjulegar aðstæður.

Bréf forsætisráðherra til bankastjórnar Seðlabankans

Bankastjórn Seðlabanka Íslands
Reykjavík 

Nú þegar ég hverf úr embætti forsætisráðherra vil ég nota tækifærið og færa bankastjórn Seðlabanka Íslands bestu þakkir fyrir náið og ánægjulegt samstarf þann tíma sem ég hef setið í ríkisstjórn.  Ég vil jafnframt þakka bankastjórninni og öllum starfsmönnum  bankans fyrir vel unnin störf undanfarna mánuði við gríðarlega erfiðar og óvenjulegar aðstæður.

Óska ég Seðlabanka Íslands, bankastjórn og öðru starfsliði, allra heilla á komandi árum.

Geir H. Haarde

mbl.is

Bloggað um fréttina