Hugnast norska krónan

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Norska dagblaðið Klassekampen birtir viðtal við Steingrím J. Sigfússon, væntanlegan fjármálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, í dag. Steingrímur prýðir forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni: „Hugnast norska krónan“.

Steingrímur segir í viðtalinu að hann hafi óskað eftir viðræðum við norska fjármálaráðherrann, Kristinu Halvorsen, um útvíkkun á gjaldeyrissamstarfi þjóðanna. Henni sé boðið hingað til lands til að vera viðstödd 10 ára afmæli Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs dagana 6. og 7. febrúar nk. Norska krónan gæti verið valkostur við evruna.

Hann segir m.a. að Vinstri grænir séu harðir á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin á vanda Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert