Ný ríkisstjórn eftir helgi

Ekkert verður af því að ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, með stuðningi Framsóknarflokksins verði kynnt á morgun. Framsóknarmenn hafa efasemdir um málefnasamning flokkanna, einkum aðgerðir til aðstoðar heimilum í landinu. Framsóknarmenn munu í kvöld og á morgun vinna eigin hugmyndir ásamt sérfræðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina