Hannes Hólmsteinn: Óvinir Davíðs

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is/RAX

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er jafnaðarmaður af gamla skólanum og hefur litla samúð með viðskiptalífinu, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við HÍ og bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands í grein sem birtist í bandaríska dagblaðinu Wall Street Journal. Hannes Hólmsteinn lýsir í greininni deilum Davíðs Oddssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs.

Lýsir Hannes því að Davíð, sem Jóhanna hefur tilkynnt um að verði vikið frá störfum, hafi eignast ýmsa óvini meðal annars vegna vitsmuna sinna og sterks persónuleika. Óvinirnir séu ekki bara pólitískir andstæðingar heldur einhverjir af „auðjöfrum“ landsins.

Beitti fjölmiðlaveldi sínu í baráttunni gegn Davíð

Vegna ótta Davíðs um að of mikil völd færðust á hendur einum manni í íslenskum fjölmiðlum hafi hann lagt fram frumvarp til laga um eignarhald á fjölmiðlum. Þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt lagafrumvarpið hafi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem sé í nánum tengslum við Jón Ásgeir, neitað að skrifa undir lögin.

Að sögn Hannesar er óþarfi að fjölyrða um að Jón Ásgeir hafi beitt fjölmiðlaveldi sínu til þess að koma Davíð frá völdum. Vinstri flokkarnir hafi tekið höndum saman með Jóni Ásgeiriv við það. Hins vegar geti reynst nýrri ríkisstjórn erfitt að koma bankastjórn seðlabankans frá enda eigi hún að vera sjálfstæð.

Þráhyggjan gagnvart Davíð

Hannes Hólmsteinn segir í greininni að Davíð sé einn fárra Íslendinga sem hafi varað við bankahruninu.  Hann hafi átt nokkra fundi með Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, leiðtoga Samfylkingarinnar, þar sem hann varaði þau við. Slíka fundi hafi Davíð átt með þeim allt frá árinu 2006. En Davíð hafi hins vegar ekki haft lagastoð fyrir því að bregðast við - hann gat einungis varað við því sem gæti gerst.

Að sögn Hannesar  veldur þráhyggja vinstri aflanna gagnvart Davíð Oddssyni því að meginástæður fyrir því að hrunið varð meira á Íslandi en annars staðar vilji gleymast. Þær séu að íslensku bankarnir urðu of stórir fyrir Ísland og þegar við þurftum á því að halda, þá neituðu seðlabankar innan evrópska efnahagssvæðisins að koma til aðstoðar.

Grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í heild

mbl.is

Innlent »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...