Bankastjórn hugsar sig enn um

Seðlabankastjórarnir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson.
Seðlabankastjórarnir Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Forsætisráðuneytinu hafa ekki borist formleg svör frá bankastjórum Seðlabankans eða bankastjórninni í heild, um það hvort þeir hyggist biðjast lausnar frá embætti.

Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, tjáði mbl.is fyrir stundu að svar hefði ekki borist.

Í bréfi, sem Jóhanna skrifaði bankastjórunum á mánudag var þeim gefinn frestur til dagsins í dag til að svara því hvort þeir vildu biðjast lausnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina