Inntökupróf slegin af

Nemendur að þreyta samræmd próf á meðan þau voru við ...
Nemendur að þreyta samræmd próf á meðan þau voru við lýði mbl.is
Hugmyndir nokkurra framhaldsskóla um inntökupróf vegna afnáms samræmdra prófa í 10. bekk grunnskólanna nú í vor voru slegnar af í menntamálaráðuneytinu.

„Ráðuneytið lagðist gegn þeim. Í nýrri löggjöf um samfellu náms á fyrstu þremur skólastigum íslenska skólans, sem tók gildi í fyrrasumar, eru ákveðnar reglur, meðal annars um það með hvaða skilyrðum nemendur eru teknir inn í framhaldsskóla. Þeir eiga að líta á skólaeinkunnir nemenda þegar þeir koma beint úr grunnskólum. Það er stóra viðmiðunin,“ segir Þórir Ólafsson, sérfræðingur á skrifstofu menntamálaráðuneytisins.

Hann bendir jafnframt á að nú eigi 16 og 17 ára nemendur rétt á námi í framhaldsskóla.

Í stað samræmdra prófa í 10. bekk verða samræmd könnunarpróf í stærðfræði, íslensku og ensku sem eiga að vera í byrjun skólaársins. Framhaldsskólarnir fá ekki niðurstöður úr þeim könnunum, heldur niðurstöður úr vorprófum nemenda.

Þorkell H. Diego, yfirkennari í Verzlunarskóla Íslands, segir að vegna afnáms samræmdu prófanna hafi menn velt upp öllum mögulegum hugmyndum í sambandi við innritun nýrra nemenda, meðal annars inntökuprófi.

„Framkvæmdin er dýr og menn sáu í hendi sér að hún gengi ekki upp fyrir þann fjölda sem við erum með. Afnám samræmdra prófa er ákveðinn þáttur sem við höfum áhyggjur af en við verðum að treysta því að skólarnir fari eftir námskrá og að einkunnin 7 í einum skóla sé sambærileg við einkunnina 7 í öðrum,“ segir Þorkell.

Skólastjórnendur í Verzlunarskólanum hafa þegar ákveðið hvernig valið verður inn í skólann fyrir næsta skólaár, að sögn Þorkels. „Við gerum ráð fyrir að allir taki sama nám hjá okkur á fyrsta ári. Við tökum mið af fjórum skólaeinkunnum, íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli þar sem íslenska og stærðfræði hafa tvöfalt vægi. Sumir skólar velja beint inn á brautir og hafa þá önnur viðmið.“

Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogi og formaður stjórnar Skólastjórafélags Íslands, segir að samræmdu prófin hafi stýrt kennslunni töluvert. „Nú ætti að draga verulega úr því. Það var komin töluverð gagnrýni á samræmdu prófin í því formi sem þau voru. Samræmdu könnunarprófin, sem verða í byrjun skólaárs, eiga að koma að gagni fyrir nemendur og skólann. Það verður þá hægt að bregðast við í samræmi við kunnáttu nemenda.“

Að sögn Kristins verða samræmdu könnunarprófin, sem framvegis eiga að vera í byrjun skólaárs, lögð fyrir nemendur í vor þar sem of skammur tími hafi verið til undirbúnings frá því að nýja löggjöfin tók gildi.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum

06:33 Vegagerðin lokaði nú á sjöunda tímanum á umferð um Hellisheiði, Þrengslin, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið.  Meira »

Röskun þegar orðin á flugi

06:17 Veðurhvellurinn sem ganga á yfir landið í dag, hefur þegar raskað flugáætlun. Þannig hefur morgunflugi Air Iceland Connect til og frá Akureyri, Ísafirði og Egilstöðum nú verið frestað. Vélarnar áttu að fara í loftið á tímabilinu milli sjö og níu í morgun, en næstu upplýsingar um flug verða veittar kl. 11.30. Meira »

Ekki hætta á faraldri

05:30 „Það verður að teljast afar ólíklegt að það komi faraldur, en þó gætu komi upp einhver tilfelli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um mikla fjölgun mislingasmitstilfella í Evrópu á síðasta ári. Meira »

Sporðar tuttugu jökla hopa

05:30 Sporðamælingar Jöklarannsóknafélags Íslands sýna að íslensku jöklarnir halda áfram að hopa. Tuttugu jöklar af þeim 25 sem voru mældir í haust hafa hopað. Meira »

Fótboltinn sækir fleiri fylgjendur

05:30 Knattspyrnusamband Íslands hyggst á næstunni fara í víking á samfélagsmiðlunum Facebook, Twitter og Instagram. „Við hyggjumst sækja umtalsvert fleiri fylgjendur á stóra markaði, ekki bara í Evrópu heldur meðal annars einnig í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Ómar Smárason, markaðsstjóri KSÍ. Meira »

Rafmagnsvagnarnir koma í mars

05:30 Samkvæmt upplýsingum frá Yutong Eurobus tafðist afhending á rafmagnstrætisvögnum frá Kína vegna þess að aðlaga þurfti burðarvirki þeirra íslenskum hraðahindrunum. Meira »

Reiði ríkir meðal rithöfunda

05:30 Mikil reiði ríkir meðal íslenskra rithöfunda vegna fjölda íslenskra bóka sem nú standa til boða á hljóð- og rafbókaáskriftarveitunni Storytel, án heimildar höfunda. Meira »

Sammælast um Vesturlandsveg

05:30 Bæði borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og borgarfulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina, lögðu fram tillögur um úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi á fundi borgarstjórnar í gær. Meira »

Grænt ljós á háhýsi gegn mótmælum íbúa

05:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgartún 24 í gær. Mun þar hefjast uppbygging 65 íbúða sunnan við Höfða gegn mótmælum íbúa á svæðinu. Meira »

Nær hámarki fyrripartinn

05:30 „Þetta er veðurhvellur sem við sjáum ekki á hverju ári,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðrið á höfuðborgarsvæðinu fyrripart dags. Veðurstofan sendi frá sér appelsínugula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Norðurland vestra. Meira »

Fylgstu með lægðinni

Í gær, 23:38 Veðurstofan varar við suðaustan illviðri á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 7 og 11 í fyrramálið. Á Suðurlandi er spáð suðaustan stormi eða roki, 20 til 28 metrum á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu, einkum við fjöll. Meira »

Listi X-D sagður tilbúinn

Í gær, 22:45 Marta Guðjónsdóttir verður eini sitjandi borgarfulltrúinn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Reiðmaður féll af baki

Í gær, 22:21 Tilkynnt var um reiðmann sem féll af baki við Kaldárselsveg laust fyrir klukkan 16 í dag.  Meira »

Stórhættulegur framúrakstur

Í gær, 20:58 „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.  Meira »

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga

Í gær, 20:17 Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum. Meira »

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið

Í gær, 21:54 Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð. Meira »

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6

Í gær, 20:30 Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum

Í gær, 19:47 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið. Meira »
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...