Fréttaskýring: Styrking krónunnar getur komið sér illa

mbl.is

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna erlendis hafa rýrnað umtalsvert á síðustu mánuðum vegna verðfalls á eignum á erlendum mörkuðum. Mikil verðlækkun hefur einkennt hlutabréfamarkaði sé horft til undanfarinna fjögurra mánaða. Á móti hefur komið að gengi krónunnar hefur verið veikt gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þetta hefur dregið úr rýrnun á eignum í krónum talið.

Fari svo að markmið efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að styrkja krónuna gangi eftir, geta lífeyrissjóðirnir orðið fyrir umtalsverðu höggi. Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs, segir það koma sér illa fyrir lífeyrissjóðina að geta ekki dregið úr verðmætarýrnun með gjaldmiðlaskiptasamningum. „Eftir bankahrunið í október hefur ekki verið mögulegt fyrir okkur að verjast sveiflum á krónunni með framvirkjum gjaldeyrisviðskiptum. Markaðurinn fyrir þess háttar viðskipti er einfaldlega ekki til lengur. Þetta eykur auðvitað áhættuna fyrir lífeyrissjóðina,“ segir Tryggvi.

Mikil óvissa framundan

Eignir íslensku lífeyrissjóðanna rýrnuðu gríðarlega vegna bankahrunsins í október. Nákvæmar tölur um stöðu þeirra um síðustu áramót munu ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku þegar Seðlabanki Íslands birtir tölur um eignir lífeyrissjóðanna.

Í byrjun desember í fyrra námu eignir lífeyrissjóðanna í erlendum verðbréfum rúmlega 537 milljörðum króna. Líklegt er að þessi staða hafi versnað umtalsvert á undanförnum mánuðum í ljósi þeirra hremminga sem einkennt hafa alþjóðlega fjármálamarkaði. Sé mið tekið af stöðu sjóðanna í árslok 2007, í samanburði við stöðuna í byrjun desember, þá hefur hlutfall erlendra eigna af heildareignasafni hækkað um 15 prósent. Farið úr 26,9 prósentum í 31,3 prósent.

Í byrjun desember var heildareign lífeyrissjóðanna rúmlega 1.700 milljarðar króna eða svipuð og í árslok 2007. Næstum öll ávöxtun ársins 2008 hefur því nú þegar þurrkast út vegna niðursveiflunnar og bankahrunsins. Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna var lítil í byrjun desember eða um 2 prósent af heildareign sjóðanna. Í lok ársins 2007 var innlend hlutabréfaeign um 14 prósent af heildareignasafni sjóðanna. Munurinn skýrist öðru fremur af hruni bankanna þriggja, Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, en lífeyrissjóðirnir voru meðal stærstu eigenda þeirra.

Ekki tími til að selja

Þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt sé að eignir lífeyrissjóðanna muni falla umtalsvert í verði ef krónan styrkist þá telur Tryggvi ekki að sjóðirnir muni hlaupa til og selja eignirnar. Fjárfestingarstefna lífeyrissjóða sé til langs tíma og sveiflur, hversu miklar sem þær eru, þurfi ekki endilega að leiða til varanlegrar verðmætarýrnunar. „Ég reikna ekki með því að við förum að selja hlutabréf núna. Við erum langtímafjárfestar og verðum að þola sveiflur. Hlutabréfamarkaðir hafa lækkað mikið og okkur finnst ekki rétt að selja á þessum tíma. Við væntum þess að hlutabréfaeign sjóðanna eigi eftir að hækka í verði þegar fram í sækir. Öðru máli gegnir um erlend ríkisskuldabréf. Þau hafa hækkað mikið í verði undanfarið.“

Eiga mikið undir

Ekki hefur enn verið leyst úr þeirri stöðu sem lífeyrissjóðirnir í landinu eru í vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem þeir gerðu við bankana þrjá.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa fundað með skilanefndum bankanna þriggja í von um að fá botn í það á hvaða gengi samningar verða gerðir upp.

Miðað við gengisvísitöluna 175 skulda lífeyrissjóðirnir bönkunum um 70 milljarða króna þar sem samningar þeirra miðuðust við það að verja eigur með því að hagnast á styrkingu krónunnar. Lífeyrissjóðirnir geta ekki nema að litlu leyti skuldajafnað kröfur þar sem inneignir sjóðanna eru ekki alltaf við sömu banka og gjaldmiðlaskiptasamningarnir voru gerðir við. Deilt hefur verið um það við hvaða gengisvísitölu á að miða. Bankarnir segja markaðsgengi þann dag sem bankarnir féllu en það var
misjafnt eftir því við hvaða banka er miðað.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Telur siðareglur hafa verið brotnar

17:37 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent forsætisnefnd Alþingis erindi þar sem hann óskar formlega eftir því að nefndin taki til umfjöllunar hvort siðareglur alþingismanna hafi verið brotnar. Meira »

Skilur ekkert í „ísköldu mati“ Bjarna

17:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekkert skilja í nýjasta „ískalda hagsmunamati“ Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tengslum við sölu ríkisins á hlut í Arion banka. Meira »

Uppsagnir hjá sýslumanni Vestlendinga

17:22 Talsverðar breytingar eru framundan í hagræðingarskyni hjá á skrifstofum sýslumannsins á Vesturlandi. Starfsmönnum verður fækkað um þrjá og starfshlutfall þriggja annarra verður lækkað, en tilkynnt var um þessar breytingar í síðustu viku. Meira »

Sameining skilar lægri rekstrarkostnaði

17:12 Eftir að þrjár ríkisstofnanir voru sameinaðar í eina stofnun, Samgöngustofu, hefur rekstrarkostnaðurinn lækkað. Árið 2013 voru Siglingastofnun Íslands, Umferðarstofa og Flugmálastjórn Íslands sameinaðar undir einn hatt, Samgöngustofnun. Meira »

Fimm áskrifendur á leið til Cincinnati

16:42 Fimm áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins duttu í lukkupott­inn í morg­un þegar dregið var í happ­drætti Morg­un­blaðsins. Vinn­ings­haf­arn­ir hljóta hver fyr­ir sig gjafa­bréf fyr­ir tvo til Cincinnati í Banda­ríkj­un­um með WOW air. Meira »

Missti af 10 milljóna króna vinningi

16:33 Hæstiréttur sýknaði í dag Happdrætti Háskóla Íslands af skaðabótakröfu karlmanns. Maðurinn hafði samið um það við happdrættið að happdrættismiði yrði endurnýjaður mánaðarlega með skuldfærslu á kreditkort hans. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Saur makað á útidyrahurðina

16:26 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að kona skuli sæta nálgunarbanni gagnvart barnsföður sínum í sex mánuði. Ekki var fallist á að konan skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart tveimur sonum þeirra eins og Héraðsdómur Reykjaness hafði úrskurðað. Meira »

Pawel gefur kost á sér í borginni

15:57 Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Landsréttur metur Arnfríði hæfa

15:38 Landsréttur úrskurðaði rétt í þessu að kröfu þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir víki sæti dómara í máli umbjóðanda Vilhjálms H. Vilhjálmssonar er hafnað. Meira »

Háskólanemi leigir þjónustuíbúð

14:57 Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall háskólanemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk leiguíbúð í Lönguhlíð þrjú, þjónustuíbúðum fyrir aldraða. Velferðarráð Reykjavíkurborgar tekur þátt í tilraunaverkefni og býður háskólanemum að leigja tvær þjónustuíbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Meira »

Sýkna það eina í stöðunni

14:46 Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segist ekki sjá neitt annað í stöðunni en að Hæstiréttur sýkni fimmmenningana sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fyrir 38 árum, fallist hann á skilyrði endurupptöku málanna. Meira »

Skoðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi

14:38 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Meira »

Ógjörningur að stöðva einn mann

13:45 „Það er nánast ógjörningur að stöðva einn mann sem ákveður að bregðast trausti og misnota upplýsingar,“ segir framkvæmdastjóri markaðssviðs Öryggismiðstöðvarinnar. „Við erum mjög sorgmædd yfir að þetta hafi gerst og í okkar huga er þetta bara mannlegur harmleikur.“ Meira »

Hælisleitandinn 22 ára en ekki 18

12:51 Hælisleitandi sem var sendur af landi brott í fyrradag er 22 ára en ekki 18 ára eins og komið hefur fram áður. Þetta segir Útlendingastofnun í tilkynningu á vefsíðu sinni, en vísað er til þess að yfirvöld í heimalandi mannsins, Marokkó, hafi staðfest auðkenni hans og þar með aldur hans. Meira »

Mæling í þvagi verði ekki lengur notuð

14:14 Vinna við frumvarp til nýrra umferðarlaga stendur yfir í ráðuneyti samgöngumála en í því verður lögð til sú grundvallarbreyting frá gildandi lögum að mæling á mögulegri ávana- og fíkniefnaneyslu ökumanns, sem grundvöllur að ályktun um að hann teljist undir áhrifum slíkra efna og því óhæfur til að aka ökutæki, fari aðeins fram á blóði ökumanns. Meira »

Fylla upp í holur í Mosfellsbæ

13:34 Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar hófust í morgun handa við viðgerðir á holum sem hafa valdið mörgum bílstjórum vandræðum síðasta sólarhringinn í Mos­fells­bæ á Vest­ur­lands­vegi. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...