Fá ekki að nota Kompásnafnið

Kompásliðið
Kompásliðið mbl.is

Búið er að leggja tugi milljóna í markaðssetningu á Kompásnafninu og því fá fyrrverandi stjórnendur þáttarins ekki að halda því. Þetta hefur Ari Edwald tilkynnt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, sem ritstýrði fréttaskýringaþættinum.

„Ég benti hins vegar á að vörumerkið væri vissulega verðmætt, en um leið og Ari Edwald hefði rekið okkur, hefðu verðmætin farið og traustið sem hafði verið byggt upp,“ segir Jóhannes.

Hann ætlar að halda áfram með þáttinn. „Nafnið er aukaatriði, við finnum annað nafn. En það verður Kompásteymið sem mun vinna að þeim þætti.“ Hann hafi fulla trú á framtíð þáttarins.

Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jóhannes Kr. Kristjánsson mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert