Formenn bankaráða segja af sér

Valur Valsson og Magnús Gunnarsson.
Valur Valsson og Magnús Gunnarsson.

Valur Valsson, formaður bankaráðs nýja Glitnis, og Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs nýja Kaupþings, hafa sagt af sér. Tilkynna þeir þetta í sameiginlegu bréfi, sem þeir hafa sent Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra. 

Í bréfinu segja þeir Magnús og Valur ljóst, að í stjórnarflokkunum séu uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og forsætisráðherra hafi staðfest það á Alþingi í gær. Næstu vikur og mánuði þurfi hins vegar að taka erfiðar ákvarðanir í bönkunum og mikilvægt að þeir sem taki þær ákvarðanir hafi til þess óskorað umboð og traust.

Í samtali við mbl.is nú síðdegis  sagðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ekki tilbúinn til að tjá sig fyrr en hann hefði fengið ráðrúm til að kynna sér efni bréfs þeirra Magnúsar og Vals, en að viðbragða væri að vænta frá honum innan skamms vegna afsagnar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert