Fréttaskýring: Seðlabankastjórar telja að sér vegið

Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um ...
Bankastjórn Seðlabanka Íslands. f.v. Ingimundur Friðriksson, sem baðst lausnar um helgina, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson. mbl.is/Golli

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra deilir nú harðlega við Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands, vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Seðlabankann. Jóhanna óskaði eftir því að seðlabankastjórarnir þrír, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, hættu störfum. Ingimundur ætlar að hætta en hinir ætla ekki að verða við beiðni Jóhönnu. Ingimundur segir í bréfi sem hann sendi Jóhönnu að hann telji vegið að starfsheiðri sínum.

Í bréfi sem Jóhanna sendi stjórnarmönnum Seðlabankans sagði hún beiðni sína um að þeir vikju úr stjórninni byggjast á því að nauðsynlegt væri að byggja upp trúverðugleika á Seðlabankanum og íslensku efnahagslífi.

Fara með nýjum lögum

Líklegt verður að teljast að lyktir þessarar deilu verði þær að stjórn Seðlabankans hætti störfum og nýr bankastjóri verði skipaður á grunni nýrra laga sem bíða þess að verða samþykkt á Alþingi. Frumvarpið sem viðskiptanefnd á eftir að fjalla um gerir ráð fyrir að einn seðlabankastjóri verði skipaður til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Sá sem gegnir stöðu seðlabankastjóra verður að vera með meistarapróf í hagfræði samkvæmt frumvarpinu.

Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Bandalagi háskólamanna, segir embættismenn, eins og þá sem eru í stjórn Seðlabankans, hafa rík réttindi sem stjórnvöldum beri að virða. Hins vegar geti lagabreytingar breytt miklu. „Ef störfin eru lögð niður þá eiga embættismenn biðlaunarétt, samkvæmt lögum frá 1996. Við höfum fundið töluvert fyrir því að undanförnu að ríkisstarfsmenn eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart því ef störf þeirra eru lögð niður,“ segir Erna. Biðlaun embættismanna geta verið til allt að tólf mánaða eftir að störfin eru lögð niður, að sögn Ernu.

„Það er heldur ekki óeðlilegt að ríkisstarfsmenn skoði stöðu sína í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu, sem fylgir mikill niðurskurður hjá hinu opinbera. Þá eykur óróinn í stjórnmálalífi landsins eflaust óöryggi hjá mörgum opinberum starfsmönnum.“

Álitamál getur verið á hvaða forsendum lagabreytingarnar eru gerðar og þá hvort réttlætanlegt sé að skipta út embættismönnum á grundvelli þeirra. Ljóst er þó að réttur stjórnvalda til þess að skipta út starfsfólki hjá æðstu stofnunum ríkisins er ótvíræður ef skilyrði lögum samkvæmt eru uppfyllt. Tilgangurinn með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, að tillögu forsætisráðherra nú, er sagður sá að efla traust á bankanum og aðgerðum hans og ekki síður á íslensku efnahagslífi í heild. Á þeim forsendum hvílir mikilvægi lagabreytinganna að mati ríkisstjórnarinnar sem þegar hefur afgreitt frumvarpið.

Bréfin ganga enn á milli

Jóhanna sendi Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni bréf í gær, þar sem hún ítrekaði að þeir hefðu ekkert sér til saka unnið og væru hæfir til þess að sinna sínum störfum. Engar fréttir bárust af frekari bréfasendingum til Davíðs.

Samþykkti Jóhanna breytingar á lögunum 2001?

Jóhanna Sigurðardóttir kom að breytingum á lögum um Seðlabanka Íslands árið 2001 og samþykkti þær breytingar sem þá voru gerðar. Þær áttu fyrst og fremst að miða að því að auka sjálfstæði Seðlabankans.

Gagnrýndi fyrri lög

Jóhanna gagnrýndi hvernig lögin voru áður en þeim var breytt og sagði ráðherra þá vera í stöðu til að ráðskast með Seðlabankann. Meðal annars á grundvelli þess að hægt var að ráða þá í stuttan tíma. Hún sagði á vefsíðu sinni af þessu tilefni: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu að því sem forsætisráðherra segir þá eigi hann það á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórnsýsluhættir væri að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþóttaákvörðun ráðherra á hverjum tíma.“

Innlent »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá er í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »

Síminn ber ábyrgð á „gagnkvæmu hirðuleysi“

16:18 Fjarskiptafyrirtækið Síminn þarf að greiða fyrirtækinu Inter Medica tæplega 950 þúsund krónur eftir að hafa rukkað félagið um mánaðarlegar greiðslur fyrir hýsingu á tölvupósti í tæplega fjögur ár, án þess að Inter Medica hafi nýtt sér þjónustuna. Meira »

Leitar vitna að hörðum árekstri

15:41 Árekstur.is leitar að vitnum að hörðum árekstri sem átti sér stað klukkan 13:30 í dag á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka. Meira »

Landsþekktar kempur hvetja krakkana

15:36 Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru meðal þeirra sem hvetja um 4.000 íslenska nemendur sem taka þátt í PISA könnuninni 2018 á tímabilinu 12.mars til 13.apríl. Meira »

Tveir unnu gjafabréf með WOW air

15:21 Áskrifendur Morgunblaðsins, Loftur Guðmundsson og Hilmar Dagbjartur Ólafsson, voru dregnir út í áskriftarleik Morgunblaðsins í dag. Meira »

Námutrukkar á ferð um Vestfjarðagöng

14:49 Þrír námutrukkar sem notaðir verða við gerð Dýrafjarðarganga verða fluttir frá Ísafirði um Vestfjarðagöng og á áfangastað í Dýrafirði í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum verða göngin af þessum sökum lokuð í einhvern tíma vegna flutninganna. Meira »

Mannsæmandi laun og bættar aðstæður

15:23 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að undanfarið ár hafi verið unnið að því að bæta starfsaðstöðu leikskólakennara og krakka en borgin kynnti í dag áætlun þar sem gert er ráð fyrir því að leikskólaplássum fjölgi um 750-800 á næstu sex árum. Meira »

Vorboðarnir komnir í heiminn

15:10 Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri. Meira »

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

14:43 „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
Páskabasar Kattholts
Basarinn verður laugardaginn 24.mars n.k. Endilega hafið samband í Kattholt í...
 
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...