LSH á að skera niður um 3 milljarða

Hulda Gunnlaugsdóttir
Hulda Gunnlaugsdóttir mbl.is/Ómar

Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa 3 milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Alls fær stofnunin rúma 30 milljarða á fjárlögum þessa árs. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 

Þar kom fram að tillögur og áætlanir um þennan niðurskurð hafi verið kynntar á fundi sem stjórnendur Landspítalans héldu fyrr í vikunni með fulltrúum stéttarfélaga.Í þeim aðgerðum er ráðgert að lækka launakostnað um rúma 2 milljarða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina