Skattaskjólin misnotuð

Aðalgatan í Road Town, höfuðborg Tortola, þar sem íslensku bankarnir …
Aðalgatan í Road Town, höfuðborg Tortola, þar sem íslensku bankarnir stofnuð mörghundruð félög.

Mörg hundruð eignarhaldsfélög á Tortola-eyju voru stofnuð af íslenskum aðilum á undanförnum árum. Þorri þessara félaga var stofnaður í gegnum dótturfélög bankanna í Lúxemborg og 136 þeirra sóttu um og fengu leyfi til að starfa á Íslandi frá árinu 2000.

Viðmælendur Morgunblaðsins segja að lítið skattalegt hagræði sé að því að halda úti félagi á aflandseyju á borð við Tortola. Félögin séu því fyrst og fremst til þess að fela eignarhald eða til að dylja fé og eignir sem eitthvað athugavert er við hvernig hafi myndast.

Félögin Everest Equities Ltd. og Holt Investment Group Ltd., sem bæði eru skráð á Tortola, voru um tíma á meðal 20 stærstu eigenda í Kaupþingi. Proteus Global Holding S.A., Kargile Portfolio Inc., Peko Investment Company Ltd., Marcus Capital frá Tortola og Zimham Corp og Empennage Inc. frá Panama voru sömuleiðis um tíma á meðal 20 stærstu eigenda Landsbankans, en þar voru eignarhlutir geymdir inni í þessum félögum af bankanum sjálfum sem hluti af kaupréttarkerfi hans. Engar tilkynningar um eignarhald þessara félaga liggja fyrir og því var ómögulegt fyrir aðra þátttakendur á markaði að gera sér grein fyrir hvað bjó að baki þeim.

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að augljós þverbrestur hafi verið í starfsramma utan um hlutafélög hérlendis. „Þess utan er mjög alvarlegt mál hvernig þessi skattaskjól hafa verið notuð, og í raun misnotuð, á síðustu árum. Eitt af meginatriðunum við endurskoðun á þessum lagaramma öllum er að koma í veg fyrir að svona geti gerst."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »