Bál kveikt á Lækjartorgi

Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kveiktur var á Lækjartorgi.
Slökkviliðsmenn slökkva eld sem kveiktur var á Lækjartorgi. mbl.is/Jakob

Hópur fólks kom saman á Lækjartorgi í gærkvöldi og kveikti þar bálköst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hópaðist fólkið saman með búsáhöld, flautur og hljómflutningsgræjur og hafði hátt í því skyni að mótmæla. Þegar mest lét var um hundrað manns á Lækjartorgi um miðnættið, en mótmælunum var lokið um þrjú leytið í nótt.

Nokkuð erilsamt var hjá lögreglunni vegna þessa. Skömmu eftir að eldurinn hafði verið kveiktur kom slökkviliðið á staðinn ásamt hreinsunardeild borgarinnar til þess að slökkva bálið og hreinsa til á eftir. Fólkið kveikti hins vegar ítrekað bál um leið og búið var að slökkva í og hreinsa. 

Að sögn lögreglunnar voru tveir menn handteknir og hald lagt á bifreið, sem notuð hafði verið til þess að flytja eldsmat að torginu. Annar þeirra sem handtekinn var reyndist vera bílstjóri bílsins, en við handtökuna brutust út nokkur átök sem leiddi til handtöku hins mannsins. Þeir eru enn í haldi lögreglunnar og verða yfirheyrðir í dag. 

Sökum þessa var nokkuð erilsamt hjá lögreglunni og segjast þeir akki hafa komist í að sinna öðrum verkefnum sem skyldi. Þannig var t.d. enginn tekinn vegna ölvunaraksturs í nótt. Fimm minniháttar líkamsárásir komu upp víðs vegar um borgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert