Lyfjaútgjöld lækka um milljarð

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hélt blaðamannafund í heilbrigðisráðuneytinu í dag.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hélt blaðamannafund í heilbrigðisráðuneytinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Lyfjaútgjöld sjúkratrygginga eiga að lækka um milljarð miðað við heilt ár. Þetta kom fram í máli Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra,  á blaðamannafundi í dag.

Ögmundur hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. „Með reglugerðinni er lögð áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf, og að notkun lyfja hér verði ekki ólík því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þá er sérstaklega er komið til móts við barnafjölskyldur og atvinnulausa.

Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.

Alls þýða aðgerðir heilbrigðisráðherra að lyfjaútgjöld sjúkrtatrygginga lækka um 1000 milljónir miðað við heilt ári,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Fram kom á blaðamannafundinum að lyfjakostnaður allra barna verði lækkaður með því að börn eða foreldrar, sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örkorkulífeyrisþegar. Þá eiga einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum að greiða sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar.

Þök og gólf, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga, breytast, en það hefur ekki breyst frá árinu 2001.

Þá hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heilsöluverð og smásöluálagningu. Síðar á árinu mun smásöluálagning mögulega lækka meira.

Komið verður til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallaða hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði.

Verið er að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf og er ætlunin að lyfjanotkun hér verði líkt notkun á hinum Norðurlöndunum. Hér er verið að höfða til lækna og fá þá til að þróa hjá sér kostnaðarvitundina, að því er fram kom á blaðamannafundinum.

Þurfi fólk á dýrari lyfjum að halda verði að sjálfsögðu hægt að sækja um undanþágu til þess og rökstyðja það þá. Fram kom á blaðamannafundinum að þetta eigi ekki að koma niður á sjúklingum á neinn hátt. Ef dýrari lyf séu í raun betri fyrir sjúklinginn muni hann fá þau.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan lokaði verslunum The Viking

13:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hefur lokað þremur verslunum The Viking að beiðni embættis tollstjóra.  Meira »

Ekki leyfa börnum að flýja óttann

13:06 „Eina leiðin til að ná stjórn á ótta er að mæta áreitinu og uppgötva að það er ekki eins hræðilegt og maður hélt,“ segir Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands sem hélt í dag erindi um samspil kvíða og hegðunarvanda barna undir yfirskriftinni Er þetta ekki bara frekja? Meira »

Segir eftirlit með lögreglu upp á punt

12:56 Garðar Steinn Ólafs­son, lögmaður tveggja ein­stak­linga í svo­kölluðu LÖKE-máli, segir að niðurstaða setts ríkissaksóknara í máli mannanna tveggja gegn Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sé í raun sú besta sem búast mátti við fyrir skjólstæðinga sína. Meira »

Ragnhildur stefnir á 3.-4. sæti

12:51 Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið fer fram 20. janúar. Meira »

Skipa samráðshóp um að gera úrbætur

12:35 Ráðherranefnd um jafnréttismál ákvað á fundi sínum í morgun að að skipa samráðshóp um heildstæðar úrbætur er varðar kynferðislegt ofbeldi, en hópnum verður m.a. falið að fylgja eftir nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota. Meira »

Staðfestir niðurfellingu LÖKE-máls

12:33 Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, hefur staðfest ákvörðun setts héraðssaksóknara í máli tveggja manna gegn Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, fyrrverandi aðallögfræðingi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Góðar niðurstöður vatnssýna

12:02 Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...