Á svig við sannleikann

Eiður Guðnason.
Eiður Guðnason.

Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, fjallar um ummæli forseta Íslands, Ólafs Ragnar Grímssonar, á fundi með erlendum sendiherrum í Reykjavík, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að frásögn annarra sendiherra staðfesti skýrslu sendiherra Noregs um þennan hádegisverðarfund.

„Það hefur verið annríki á forsetaskrifstofu að undanförnu. Þaðan hafa streymt leiðréttingar á ummælum fjölmiðla, sem hafa misskilið forseta Íslands hrapallega og haft eftir honum orð og yfirlýsingar, sem hann segir engan fót fyrir. Þetta er ekki nýtt. Í haust flutti forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ræðu í hádegisverðarboði með erlendum sendiherrum í Reykjavík. Skýrsla sendiherra Noregs um þennan hádegisverð til utanríkisráðuneytisins í Ósló rataði með einhverjum hætti á síður norska blaðsins Klassekampen. Þótti frásögn blaðsins af skýrslunni og ræðu forsetans mikið fréttaefni.

Nokkru síðar kom Ólafur Ragnar Grímsson í Kastljós Sjónvarpsins til að bera af sér sakir vegna ummæla, sem vitnað var til í frásögn Klassekampen af skýrslu norska sendiherrans. Í umræddu hádegisverðarboði í danska sendiráðinu voru auk sendiherra Danmerkur, sendiherrar Kanada, Finnlands, Frakklands, Kína, Japans, Noregs, Póllands, Rússlands, Bretlands, Svíþjóðar, Þýskalands og Bandaríkjanna. Fulltrúar 13 landa af 14, sem starfrækja sendiráð í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að Ólafur Ragnar Grímsson sagði í Kastljósi, að ekki væri mark á sendiherraskýrslum takandi. Það segði hann í ljósi langrar reynslu af lestri slíkra skýrslna. Hann lýsti sendiherra Noregs á Íslandi ósannindamann. Ekkert væri hæft í því, sem fram kæmi í Klassekampen úr frásögn sendiherrans. Það væri til dæmis af og frá að hann hefði nefnt, að Rússum stæði aðstaða á Íslandi til boða.

Sá sem þetta skrifar hefur ekki lesið frásögn norska sendiherrans, sem kveikti þessa umræðu í fjölmiðlum. Hann hefur hinsvegar lesið frásögn annars sendiherra af þessum hádegisverðarfundi. Sú frásögn staðfestir, að norski sendiherrann og norska dagblaðið Klassekampen fóru rétt með um það, sem fram fór á þessum fundi. Ólafur Ragnar sagði þar meðal annars, að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, hvort sem um væri að ræða olíuhreinsunarstöð eða aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Íslendingar þyrftu að finna sér nýja vini.

Greinarhöfundur hefur líka rætt við annan sendiherra, langreyndan diplómat, sem hlýddi á Ólaf Ragnar í þessum hádegisverði. Hann sagði: „This was a once in a lifetime experience“ – eða „Svonalagað upplifir maður aðeins einu sinni á ævinni“. Við málsverðinn var Ólafur Ragnar harðorður í garð Dana, Svía og Breta. Margir Íslendingar hugsa Bretum þegjandi þörfina fyrir aðgerðir þeirra gagnvart okkur, en hitt er annað mál hvort forseti Íslands á að ráðast að sendiherra þeirra þar sem báðir eru gestir í matarboði á heimili danska sendiherrans á Íslandi. Ég held ekki. Í Kastljósi sagði forsetinn líka, að þarna hefðu átt sér stað tveggja tíma umræður. Það er rangt. Að lokinni ræðu forsetans komu þrjár stuttar athugasemdir mjög almenns eðlis frá jafnmörgum sendiherrum. Tveir aðrir skutu inn örfáum orðum. Það urðu engar umræður. Viðstaddir voru dolfallnir. Það er alvarlegt mál, þegar forseti Íslands kemur í sjónvarp og fer á svig við sannleikann um orð sín á fundi með erlendum sendiherrum. Við sem vorum Ólafi Ragnari samtíða á Alþingi vitum, að hann lét ekki staðreyndir hefta för sína með himinskautum, þegar sá gállinn var á honum. Það er óviðunandi fyrir íslenska þjóð, að hann skuli hafa flutt þau vinnubrögð með sér til Bessastaða."

Innlent »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Sóley aðstoðar Ásmund

09:25 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Samstarfsnefnd um sóttvarnir fundar

09:10 Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.  Meira »

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Spurt & svarað um neysluvatn

08:21 Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir. Meira »

Miklar tafir á umferð vegna slyss

08:17 Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð. Meira »

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins

07:37 Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...