Straumurinn dýpkar innsiglinguna til Landeyjahafnar

Vestmannaferjan Herjólfur
Vestmannaferjan Herjólfur mbl.is

Innsiglingin til Landeyjahafnar hefur verið að dýpka af náttúrulegum orsökum. Það skapar möguleika til notkunar gamla Herjólfs til siglinga á milli Eyja og Landeyja með minni frátöfum en reiknað hefur verið með.

Vegna efnahagserfiðleikanna í vetur var ákveðið að kaupa ekki ferju sem átti að sérsmíða samkvæmt útboði. Hins vegar var búið að semja við hafnargerðina. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir útlit fyrir að hægt verði að hefja siglingar 1. júlí á næsta ári.

Stýrihópur um Landeyjahöfn sem hann á sæti í vinnur nú að athugun á því hvað best sé að gera til að brúa það bil sem myndast þar til ráðist verður í smíði nýrrar ferju. Tveir kostir eru til skoðunar. Verið er að kanna kostnað við leigu á danskri ferju og breytingar svo hún henti til þessara siglinga. Þá er verið að kanna hvaða lagfæringar þarf að gera á gamla Herjólfi svo hann geti nýst áfram.

Höfnin er hönnuð fyrir ferju sem ristir 3,3 metra. Herjólfur ristir fjóra. Hins vegar hefur hliðið í rifinu utan við Landeyjahöfn dýpkað að undanförnu og er núna rúmlega sex og hálfur metri á stórstraumsfjöru, að sögn Róberts.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert