Lýsir yfir miklum vonbrigðum

Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra.
Hvalaskoðunarfyrirtæki eru óánægð með ákvörðun sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Framkvæmdastjóri Eldingar, sem býður upp á hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn, segir að ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa hvalveiðar vera mikil vonbrigði. „Við erum farin að finna fyrir þessu,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, þegar hún var innt eftir viðbrögðum.

„Alþjóðasamfélagið mun örugglega sýna okkur hörð viðbrögð,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is.

Hún bætir við að þegar sé búið að afbóka ferðir og „einhverjar ferðaskrifstofur hafa sagst ætla að taka okkur út ef þetta yrði lendingin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert