Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. mbl.is/Kristinn

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans segir að allt frá því að núverandi meirihluti Óskars Bergssonar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks tók við í borginni hefur átt sér stað eins og gerðist í meirihlutatíð Björns Inga Hrafnssonar og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins það sem hann kallar „framsóknarvæðingu". 

„Í þessu orði felst að verið er að koma framsóknarmönnum að í nefndum og ráðum borgarinnar langt umfram kjörfylgi og þannig úthluta fulltrúum þess flokks tekjur og sporslur.  Einnig hafa framsóknarmenn í borginni þegið ferða- og dagpeningagreiðslur langt umfram kjörfylgi þessa langminnsta framboðs í borginni, að ekki sé minnst á veislugleði þeirra og annan sníkjuhátt á kostnað almennings.  

Þegar í tíð meirihluta Björns Inga Hrafnssonar og borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins var áberandi hve lítils hófs var gætt í veisluhöldum og risnukostnaði ásamt ótæpilegum ferða- og dagpeningakostnaði.  Undirritaður reyndi að taka á þessum málum í borgarstjóratíð sinni en gat þó ekki komið í veg fyrir að Björn Ingi Hrafnsson héldi stórt og mikið boð í Höfða þegar hann þurfti að kveðja borgarstjórn vegna frægs spillingar- og „fatakaupamáls". 

Ekkert eðlilegt samráð var haft við undirritaðan í sambandi við undirbúning þeirrar veislu þar sem þáverandi fráfarandi formaður borgarráðs Björn Ingi Hrafnsson virtist halda sjálfur um hnútana, enda fengið leyfi Sjálfstæðisflokksins til veisluhalda og annarrar notkunar fjármuna borgarbúa í anda þeirrar „framsóknarvæðingar" og spillingar sem fyrri helmingastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gekk út á eins og sú síðari. 

Það hefur orðið dagsljóst eftir að upplýst varð um veisluhöld Óskars Bergssonar fyrir 25 meinta sveitarstjórnarmenn  Framsóknarflokksins nýlega.  Vísbendingar eru þó um að þar hafi vinir eða kunningjar Óskars einnig verið boðnir á kostnað borgarbúa.  
Því er nauðsynlegt að upplýst verði, hverjir sátu hinn borgarbúakostaða Framsóknarfögnuð í ráðhúsinu 14. nóvember sl.?

Ekki hefur verið formlega upplýst um kostnað af þessum Framsóknarfögnuði, en undirritaður hefur upplýst að kveðjuveisla hans sem borgarstjóra, sem að sjálfsögðu var greidd af honum sjálfum og setin var af 25 samstarfsmönnum í Ráðhúsinu kostaði 288.000 krónur.  Þar voru svipaðar veitingar í boði og handa hinum niðurgreiddu Framsóknarmönnum.

Undirritaður óskar jafnframt eftir að upplýst verði á ný og með skýrari hætti en áður hver var veislu-,  risnu-, ferða- og dagpeningakostnaður  borgarstjóraembættisins í minni borgarstjóratíð og það borið saman við kostnaðinn í tíð fyrri helmingaskiptameirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.  Undirritaður telur fullvíst að munurinn sé verulegur enda er honum vel kunnugt um bruðlið og flottræfilsháttinn í tíð þessa fyrri helmingaskiptameirihluta.

Þá óskar undirritaður eftir að upplýst verði um þátt Óskars Bergssonar í hinu fræga fatakaupamáli, sem varð fyrirrennara hans Birni Inga Hrafnssyni að falli.  Var þar um einhverjar upphæðir að ræða og ef svo er þá hverjar?

Þáði Óskar greiðslur frá Eykt?

Af augljósu tilefni er einnig spurt um margumrædd tengsl Óskars Bergssonar við byggingarfélagið Eykt og hvort hann hafi þegið beinar greiðslur frá félaginu eða öðrum hagsmunaaðilum í byggingariðnaði.  Óskar Bergsson hefur þegar sýnt það að hann er eins og a.m.k. síðasti  fyrirrennari hans í oddvitasæti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins spilltur fyrirgreiðslupólitíkus og það hlýtur að vera krafa almennings að upplýst sé um hans fjárhagslegu og hagsmunalegu tengsl sem og grófa misbeitingu almannafjár.

Og loks um leið og ég ítreka kröfu mína um að Óskar Bergsson víki nú þegar sem borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hyggst borgarstjóri og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins verja ennþá setu Óskars Bergssonar sem kjörins fulltrúa í borgarstjórn þrátt fyrir augljósa spillingu og misbeitingu almannafjár?," að því er segir í fyrirspurn  Ólafs F. Magnússonar á fundi borgarráðs í dag.

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun á morgun

22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...