Tónlistarhúsið verði klárað árið 2011

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til þess að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði klárað árið 2011. Framkvæmdinni muni því seinka um eitt ár. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Katrín segir að þetta miðist við það að unnið sé að húsinu á dagvinnutíma. Verkefnið verði þannig nýtt til atvinnusköpunar. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi fyrirspurninni til menntamálaráðherra. 

mbl.is

Bloggað um fréttina