Aðild að EES réð úrslitum

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir í pistli á heimasíðu sinni í dag - eins og hann hefur raunar gert áður - að sé einhver ein stjórnarathöfn eða pólitísk ákvörðun, sem unnt sé að nefna til sögunnar og segja hana hafa ráðið úrslitum um gjörbreyttar aðstæður í íslensku fjármálakerfi, beri að líta á aðildina að evrópska efnahagssvæðinu. „Ég skorast ekki undan ábyrgð minni á því, að Ísland gerðist aðili að samningnum um þetta svæði,“ segir Björn.

Björn segist ekki skilja hvað Einar Már Guðmundsson rithöfundur sé að fara í grein, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann segir að eftir sautján ára stjórnarsetu tali „sjálfstæðismenn eins og þeir hafi bara ekki verið á svæðinu og viti ekki hvaða skelfingar þessi stjórnarstefna hefur leitt yfir þjóðina.“

Björn segir: „Einar Már virðist hafna því, að líta eigi á þá atburði, sem hér gerðust í samhengi við það, sem gerðist, þegar allt fjármálakerfi heimsins nötraði og skalf eftir fall Lehman-bræðra á Wall Street.

Nú hafa hagfræðingar skrifað tvær skýrslur um þetta mál. Ingimundur Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóri, birti skýrslu hinn 6. október og Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson birtu skýrslu skömmu síðar.  Af  lestri þessara skýrslna sést, að það er mikil einföldun að kenna bankahrunið við „stjórnarstefnu“.  Ef sjóndeildarhringurinn er ekki stærri, sjá menn aldrei heildarmyndina. Með þessum orðum er ég ekki að snúa út úr neinu hjá Einari Má eða skjóta mér undan því að ræða þessi mál til hlítar eða taka á mig þá ábyrgð, sem mér ber að axla.

Ég hef oftar en einu sinni bent á, að sé einhver ein stjórnarathöfn eða pólitísk ákvörðun, sem unnt er að nefna til sögunnar og segja hana hafa ráðið úrslitum um gjörbreyttar aðstæður í íslensku fjármálakerfi, beri að líta á aðildina að evrópska efnahagssvæðinu. Ég skorast ekki undan ábyrgð minni á því, að Ísland gerðist aðili að samningnum um þetta svæði.

Við erum enn að reyna að bjarga okkur undan hruninu, þess vegna er of snemmt að fella dóma. Þegar ég verð kominn á hliðarlínuna, mun ég halda áfram að fylgjast með umræðum og leitast við að láta rödd mína heyrast.“

www.bjorn.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert