Friðsælt á Lækjartorgi

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Rúmlega 20 manns svöruðu kalli Öskra, hreyfingar byltingasinnaðra stúdenta í kvöld. Fólk hafði á netinu verið hvatt til að fjölmenna á Lækjartorg og koma með eldivið og byltingarandann til mótmæla en fáir svöruðu kallinu. Allt fór friðsamlega fram. Smáeldur var kveiktur á Lækjartorgi en hann var slökktur og um leið baráttuandinn að því er virðist, því samkoman leystist upp.

Á vefsíðunni öskra.org var fólk hvatt til að fjölmenna á Lækjartorg og láta í sér heyra. Á síðu samtakanna segir að undanfarið hafi mótmæli verið undarlega þögul. Hvorki hafi heyrst hávaði frá hömrum né meitlum eða öðrum járnverkfærum. Þá hafi ekkert heyrst í hljóðfærum eins og trommum eða lúðrum. Ekki einu sinni eitt óp í taugaveikluðu barni. „Stjórnvöld beita lögreglunni til að viðhalda vinnufrið,“ segir á heimasíðu samtakanna.

Rólegt var á Lækjartorgi. Um 20 manns komu saman þar og kveiktu smáeld. Þegar fólkinu fjölgaði, stækkaði eldurinn. Þegar allt stóð sem hæst voru 6 vörubretti á eldinum en lögregla ákvað að skerast í leikinn. Slökkviliðið mætti en þegar átti að slökkva eldinn. slógu mótmælendur skjaldborg um bálköstin. Á endanum var eldurinn slökktur og fljótlega upp úr því hurfu mótmælendur á brott.

mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert