Sparnaður um milljarður

Landspítali
Landspítali mbl.is/Ómar
Áætlað er að launakostnaður á Landspítala – háskólasjúkrahúsi lækki um tæplega einn milljarð króna á þessu ári að sögn Huldu Gunnlaugsdóttur forstjóra. Hún segir að þessu verði náð fram með því að leggja niður 96 störf. Þar af verði 67 uppsagnir en hinum starfsmönnunum verði boðin önnur störf. Þá verði vinnuferlum breytt, sem muni leiða til fækkunar þeirra sem eru að störfum á kvöldin og um helgar, minni yfirvinnu og hækkunar á vinnuhlutfalli þeirra sem eru með mjög lágt hlutfall

„Við munum breyta sjö daga deildum í fimm daga deildir, fækka rúmum og breyta í göngu- og dagdeildaþjónustu. Þannig munum við þurfa færra fólk á kvöldin, á nóttunni og um helgar. Út frá þessu skoðum við allar vaktir og þar sem við þurfum færra fólk og minni yfirvinnu lækkar launakostnaðurinn. Þá má segja að vegna ástandsins í þjóðfélaginu getum við farið fram á að fólk auki við sig vinnuhlutfall en allt of margir eru nú í tíu, tuttugu eða þrjátíu prósent vinnu.“

Hulda segir að það verði ekki auðvelt að ná fram 2,6 milljarða króna sparnaði á Landspítalanum. Því seinna sem það verk hefjist því minni möguleikar séu á því að ná þeim árangri.

„Við byrjuðum á sumarmánuðum í fyrra að skoða þessi mál en hófum svo verkið fyrir alvöru í nóvembermánuði. Frá heilbrigðisráðuneytinu hafa komið þau fyrirmæli að innritunargjöld, sem hefðu gefið spítalanum um 100 milljónir í tekjur, voru afnumin. En þar að auki hefur ráðuneytið beint því til okkar að vernda störfin eins og frekast er unnt. Reyndar höfum við allan tímann sagt að við myndum gera allt sem hægt er til að komast hjá uppsögnum. En þar að auki reynum við að sjálfsögðu að vinna á þann hátt að það dragi ekki úr gæðum þjónustunnar.

Aðgerðir í anda þess sem unnið var eftir

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að stjórnendur og starfsfólk hjá Landspítalanum hafi unnið afskaplega góð störf í sambandi við endurskipulagningu í rekstrinum að undanförnu. Hann segir að þær sparnaðaraðgerðir sem kynntar hafi verið að undanförnu séu mjög í anda þess sem unnið hafi verið eftir þegar hann var heilbrigðisráðherra.

Segir hann að það verði að fækka stjórnendum og gera starfsemina skilvirkari með það að markmiði að halda uppi þjónustustiginu með lágmarksuppsögnum á starfsfólki.

Gæti lent á Landspítalanum

„Það sem er hins vegar einnig verið að gera er að nýr ráðherra hefur hætt við sameiningu stofnana en það átti að fækka þeim úr 23 í 6. Og þá hefur einnig verið hætt við skipulagsbreytingar á kragaspítulunum. Ef hætt verður við hinar fyrirhuguðu áætlanir liggur fyrir að það þarf að ná sparnaðinum annars staðar. Ég er hræddur um að það muni með einum eða öðrum hætti lenda á Landspítalanum. Það er mjög slæmt.“

Guðlaugur Þór segir að það liggi ljóst fyrir að verkefnið sem Landspítalanum sé ætlað að takast á við sé mjög erfitt. Ef ætlunin sé að bæta í það, hvort sem er með beinni kröfu á spítalann, eða með því að taka ekki á þessum hlutum annars staðar, þannig að verkefnin færist yfir á Landspítalann verði það mjög erfitt verkefni.

„Ég var meðvitaður um það þegar ég fór í þessi verkefni að það var ekki vinsælt en það var algjörlega nauðsynlegt,“ segir Guðlaugur Þór.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Bækur til sölu..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...