Stærstu sveitarfélögin auka skattheimtu

mbl.is/ÞÖK

Fjölmennustu sveitarfélög landsins hafa flest hækkað útsvar frá fyrra ári. Útsvar hækkar í flestum sveitarfélögum um 0,25 prósentustig á milli ára, úr 13,03% í 13,28%.  Sorphirðugjöld hækka hjá flestum sveitarfélögum og nemur hækkunin allt að 50%.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman upplýsingar um breytingar á útsvari og álagningu fasteignagjalda í 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins á árinu 2009.

Útsvarið hækkar mest frá fyrra ári í Reykjanesbæ um 0,58 prósentustig úr 12,7% í 13,28%. Fasteignaskattur er víðast óbreyttur frá fyrra ári en hækkar mest í Skagafirði um 16,5% og á Akureyri um 14%, að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati. Af þeim gjöldum sem innheimt eru með fasteignagjöldum, hækka sorphirðugjöld mest frá fyrra ári. Sorphirðan hækkar í flestum sveitarfélögunum, en mest hækkun er í Skagafirði þar sem gjaldið hækkar um 50% á milli ára og á Akureyri og Akranesi þar sem hækkunin nemur 35%.

Útsvar

Ellefu af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru, innheimta nú hámarks leyfilegt útsvar, 13,28% og hækkar útsvar víðast hvar um 0,25 prósentustig frá fyrra ári. Í Reykjavík og Mosfellsbæ er útsvarið 13,03%, í Garðabæ 12,46% og á Seltjarnarnesi 12,1%. Mest hækkun á útsvari á milli ára er í Reykjanesbæ sem hækkar útsvarsprósentuna um 0,58 úr 12,7% í 13,28%.

Fasteignagjöld

Til þess að átta sig á því hvernig fasteignagjöld breytast á milli ára er nauðsynlegt að skoða samhliða breytingar á álagningarhlutfalli sveitarfélaga og breytingar á fasteignamati íbúðarhúsnæðis í viðkomandi sveitarfélagi. Fasteignamatið er sá stofn sem notaður er til álagningar á fasteignasköttum, lóðarleigu, holræsagjaldi og í flestum sveitarfélögum einnig vatnsgjaldi fyrir kalt vatn. Sorphirðugjald sem innheimt er með fasteignagjöldum er hins vegar fast gjald sem er óháð fasteignamati eignarinnar.

Fasteignaskattur

Að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati hækkar fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði mest á milli ára í Skagafirði um 16,5%, á Akureyri um 14% og í Vestmannaeyjum um 10%. Árborg er eina sveitarfélagið sem lækkar álagningarhlutfall fasteignaskatts á milli ára, en á móti vegur að fasteignarmat íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu hækkar um 5%. Að teknu tilliti til þessa lækkar fasteignaskattur í Árborg um 3,5% frá fyrra ári. Þá lækkar fasteignaskattur í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði, Garðabæ, á Seltjarnar-nesi og Ísafirði um 5% á milli ára vegna lækkunar á fasteignamati.

Holræsagjald

Holræsagjald hækkar mest á milli ára á Akranesi, um 27%, í Kópavogi um 25% og í Vestmannaeyjum um 10%, að teknu tilliti til breytinga á fasteignamati. Á Akureyri lækkar holræsagjaldið um 12% vegna lækkunar á álagningarhlutfalli sveitarfélagins.

Lóðaleiga

Lóðaleiga hækkar mest á milli ára í Skagafirði, um 58% sem skýrist að mestu af hækkun á álagningu sveitarfélagsins. Í Kópavogi hækkar lóðaleiga um 15% vegna hækkunar á álagningu og í Vestmannaeyjum nemur hækkun lóðarleigunnar 10% sem skýrist af hækkun á fasteignamati.

Vatnsgjald

Vatnsgjald er hjá flestum sveitarfélögum innheimt sem hlutfall af fasteigamati en í Reykjavík, á Akureyri, Akranesi og í Vestmannaeyjum er innheimt fermetragjald auk fastagjalds fyrir notkun. Vatnsgjaldið hækkar mest á milli ára í Reykjavík og á Akranesi um 27%. Í Kópavogi hækkar vatnsgjaldið um 25%, á Akureyri um 15% og í Reykjanesbæ um 9% vegna hærri álagningar sveitarfélagsins og í Skagafirði nemur hækkunin 20% sem einnig má að mestu rekja til hækkunar á álagningu sveitar-félagins. Í Hafnarfirði lækkar vatnsgjaldið á milli ára vegna 13% lækkunar á álagningu sveitarfélagsins og í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði bætist við lækkun á fasteigamati sem gerir það að verkum að vatnsgjaldið lækkar um 17%.

Talnaefni á vef ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...