Gæti talist mútuþægni

Davíð Oddssson seðlabankastjóri sagði í Kastljósi Sjónvarpsins að enn hefði ekki verið rannsakað að fjölmörg einkahlutafélög, sem meðal annars væru  í eigu þekktra manna í þjóðlífinu og stjórnmálum, hefðu fengið sérþjónustu í bönkunum.

Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ummæli Davíðs Oddssonar hljóti að gefa tilefni til þess að þetta verði rannsakað sérstaklega.

Aðspurður um hvort slík fyrirgreiðsla til stjórnmála eða embættismanna gæti fallið undir lög um mútuþægni, sagði hann að svo kynni að vera. Enginn ætti að njóta forgangs í krafti stöðu sinnar eða embætta, slíkt sé í öllu falli mjög óeðlilegt og hljóti að kalla á hörð viðbrögð.

Fjallað hefur verið um einkahlutafélag Björns Inga Hrafnssonar í fjölmiðlum og greint frá því að það hafi fengið 60 milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi til að kaupa hlutabréf í bankanum þegar hann var aðstoðarmaður forsætisráðherra. Birgir segist ekki þekkja það dæmi ofan í kjölinn en menn í slíkum stöðum hljóti alltaf að fara gætilega til að það komi ekki upp spurningar um hagsmunaárekstra.

Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert