Verðbólga mælist 17,6%

Vísitala neysluverðs hefur síðastliðna tólf mánuði hækkað um 17,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 21%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,6% sem jafngildir 10,9% verðbólgu á ári en 14,4% fyrir vísitöluna án húsnæðis.

Samkvæmt þessu hefur heldur dregið úr verðbólgu frá því í janúar þegar árshækkun vísitölunnar mældist 18,6%.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar hækkaði um 0,51% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði  um 1,25% frá janúar.

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 3,2% (vísitöluáhrif -0,49%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,45% og -0,04% af lækkun raunvaxta.

Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (0,28%). Verð á pakkaferðum til útlanda hækkaði um 8,6% (0,18%) og verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 12,8% (0,15%).

mbl.is

Bloggað um fréttina