Davíð svaf á framboðshugmyndinni

Davíð Oddsson
Davíð Oddsson mbl.is/Valdís Thor.

„Hann gaf okkur afsvar í morgun,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, sláturhússtjóri og Sjálfstæðismaður á Suðurlandi. Torfi tók þátt í því með fleiri sjálfstæðismönnum að safna undirskriftum til stuðnings við framboð Davíðs Oddssonar til þings fyrir Suðurkjördæmi. Það liggur því fyrir að Davíð hyggst ekki bjóða sig fram til þings, eins og sögur fóru af fyrr í dag.

„Hugmyndin kom upp seinni partinn í gær, eftir að við fengum þessi tíðindi Árna Mathiesen [um að hann byði sig ekki fram]. Við unnum að þessu seinni partinn í gær og í gærkvöldi og komum þessu til hans í gærkvöldi. Hann svaraði okkur svo í morgun,“ segir Torfi.

Hann segir að fjölmargar undirskriftir hafi safnast og að á listann hafi skráð sig megnið af lykilfólkinu í Sjálfstæðisflokknum í Rangárvalla- og Árnessýslum. „Það neitaði okkur enginn um undirskrift sem við hittum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina