Fáir þátttakendur í mótmælum

Fremur fámennt er á mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Einnig þóttu fáir taka þátt í svonefndri lýðræðisgöngu niður Laugarveginn sem lagði af stað kl. 14.00 í dag. Ekki lágu fyrir áætlaðar tölur um fjölda fundar- eða göngumanna.

mbl.is