Stefnan brást ekki heldur fólk

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

„Stefna Sjálfstæðisflokksins brást ekki, heldur fólk,“ segir í niðurlagi draga skýrslu Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, þar sem fjallað er um efnahagsmál og pólitískt starf Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár.  Í drögunum er farið yfir marga þætti við stjórnun landsins. Drögin hafa verið birt á síðu Sjálfstæðisflokksins.

Í sérstökum kafla um hagstjórn segir að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna.

„Þróunin sem hófst með kapphlaupi banka og Íbúðalánasjóðs, samhliða aðgengi að erlendum lánum, var með þeim hætti að stjórnvöldum og SÍ [Seðlabanki Íslands] bar án nokkurs vafa að grípa í taumana. SÍ hefði getað sett á hærri lausafjárkröfur á bankana en hér giltu og voru í samræmi við þar sem annars tíðkaðist. Til slíkra aðgerða hefði þurft að grípa til á árunum 2005-2006 ef duga hefðu átt. Enda þótt bindiskyldu væri minna beitt á EES-svæðinu gat Seðlabankinn beitt henni eða selt ríkisbréf til að hamla á móti lánaþenslu bankanna,“ segir meðal annars í skýrslunni.

Höfundar draganna eru nefndarmenn, Ólafur Klemensson, Stefán Guðjónsson, Skafti Harðarson, Þór Vilhjálmsson, Loftur Þorsteinsson og Sigurður Ágústsson nefndarformaður.

Drögin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert