Blóðug slagsmál skóladrengja

Fanney Halldórsdóttir skólastjóri Grunnskóla Sandgerðis segir of mikið gert úr slagsmálum fjórtán ára drengja í grunnskólanum þar sem einn slasaðist illa, tennur losnuðu og hann missti tímabundið heyrn.  Ekki sé vitað nákvæmlega um áverka drengsins eða tildrög slagsmálanna.

Drengjunum  hefur verið vísað úr skóla meðan málið er til meðferðar en það er á borði skólayfirvalda og barnaverndarnefndar.

Strákurinn sem slasaðist er pólskur en skólastjórinn segir  að ekki sé grunur um það að drengurinn verði fyrir einelti vegna þjóðernis eða annars.

Svanborg Júlíusdóttir 15 ára nemandi segist hafa verið inni í nemendaráðsherberginu þegar hún heyrði öskur og kallað á hjálp. Hún hafi séð einn nemanda halda þeim sem slasaðist föstum meðan annar hafi barið hann. Þó nokkur hópur nemenda hafi horft á án þess að aðhafast. Strákunum lenti saman eftir að sá sem fyrir árásinni varð var kallaður polli en hann er af pólsku bergi brotinn.

Annar drengjanna sem höfðu sig mest í frammi er íþróttamaður Sandgerðisbæjar en hann æfir ólympíska hnefaleika hjá hnefaleikafélagi Reykjaness og hefur unnið til verðlauna fyrir góða frammistöðu. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert