78% viðmælenda ljósvakamiðla karlar

Fréttamenn ræddu mun oftar við karla en konur á síðasta …
Fréttamenn ræddu mun oftar við karla en konur á síðasta ári. mbl.is/Brynjar Gauti

Niðurstöður mælinga fyrirtækisins Creditinfo sýna að 78% viðmælenda í fréttum útvarps- og sjónvarpsstöðva á síðasta ári voru karlmenn en tæplega 22% voru konur. Alls var rætt við 1475 karlmenn og 454 konur.

Af þessum miðlum voru hlutfallslega eru flestar konur viðmælendur í fréttum Sjónvarpsins, eða 24,5% þeirra viðmælenda sem komu fram í þeirra fréttum. Samtals ræddi Sjónvarpið við 241 konu.

Fæstar konur komu fram sem viðmælendur í fréttum Stöðvar 2/Bylgjunnar eða 193 konur sem mældust sem 20% þeirra viðmælenda sem fram komu í þeirra fréttum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert