Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið

Stöðugt er reynt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Stöðugt er reynt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Reuters

Meirihluti þingmanna á Alþingi, eða 36 af 63, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin tryggi að „íslenska ákvæðið“ svonefnda haldi gildi sínu í samningaviðræðum, sem nú fara fram á vegum rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru allir þingmenn flokksins og einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Sömu þingmenn lögðu nýlega fram tillögu á alþingi um hvalveiðar.

Samkvæmt tillögutextanum ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að gæta ýtrustu hagsmuna Íslands í samningaviðræðum sem nú fara fram á vegum rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og stefnt er að því að ljúki á 15. aðildarríkjaþingi samningsins í Kaupmannahöfn í desember á þessu ári.

Tillagan í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert