Fleiri togarar landa í Grimsby

AP

Annar íslenskur togari, Ágúst GK frá Grindavík, kom til hafnar í Grimsby á Bretlandi á sunnudag og landaði  120 tonnum af ferskum fisk. Fyrr í mánuðinum landaði Sturla GK 113 tonn af blönduðum afla í Grimsby. Segir á vef Grimsby Tribune að þetta veki vonir um endurreisn fiskmarkaðarins í Grimsby. 

Segir á vef Grimsby Tribune að 70% aflans sé þorskur auk þess sem ýsa, lúða og fleiri tegundir hafi verið í aflanum. Von sé á tveimur íslenskum togurum til viðbótar með afla til Grimsby.

Fréttin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert