Landnám fyrir landnám?

Handrit Landnámu þar sem sagt er frá Ingólfi Arnarsyni. Talið …
Handrit Landnámu þar sem sagt er frá Ingólfi Arnarsyni. Talið er að eftir ár verði hægt að slá því föstu hvort búseta hafi verið í Reykjavík fyrir tíma Ingólfs. Þorkell Þorkelsson

Að sögn fornleifafræðinga, sem stunda rannsóknir á alþingisreitnum, hafa þeir komið niður á járngerðarofna sem benda til að einhverjir hafi verið sestir að á svæðinu um 150 árum á undan Ingólfi Arnarsyni, sagði í frétt ríkissjónvarpsins í kvöld. Munu vísindamenn við Háskólann vonast til að geta notað nýtt aldursgreiningartæki til að svara því  hvort Ísland hafi verið numið 150 árum fyrr en almennt hefur verið talið. Hingað til hafa menn treyst frásögn Ara fróða í Landnámu.

Að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings fundust ofnarnir undir gjósku sem tímasett er 871 og ofnarnir því eldri en gjóskan. Kennt er að Ísland hafi verið numið um árið 874 en oft hefur verið bent á að ef til vill hafi Írar verið búnir að nema landið á undan norrænum mönnum. Hefur þá verið talað um Landnámið fyrir landnámið, eins og blaðamaðurinn Árni Óla kallaði bók sína um þetta efni.

 Ari fróði segir í Landnámu að fyrir hafi verið írskir einsetumenn en þeir hafi yfirgefið landið þegar Norðmenn komu af því að þeir vildu ekki búa innan um heiðingja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert