Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir nýja stjórnarskrárnefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem sitja nú átta karlar og ein kona. Konur úr öllum flokkum taka undir þessa kröfu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir þetta senda skilaboð um ójafnræði milli karla og kvenna. Það þurfi að breyta viðhorfum í þessu máli eins og öðrum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir karla hafa skrifað gömlu stjórnarskrána og nú sé komið að konunum.

Flokkarnir tilnefndu sjálfir í nefndina, Sjálfstæðisflokkurinn valdi fjóra karla, Samfylkingin tvo, vinstri grænir einn og frjálslyndir einn. Framsóknarflokkurinn skipaði Valgerði Sverrisdóttur sem er því ein kvenna í nefndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert