Útkoma kynjanna ólík eftir flokkum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Munur á reglum um hámarks-auglýsingakostnað í prófkjörum gætu skýrt mismunandi gengi kynjanna eftir flokkum í Reykjavík. Þá er hugsanlegt að reglur um hlutfall kynja á listum gætu hafa stuðlað að breyttu hugarfari í sumum flokkanna. Þetta er skoðun Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðings.

Í prófkjörum undanfarinna helga vekur athygli ólíkt gengi kvenna eftir flokkum, ekki síst í Reykjavíkurkjördæmunum. Þannig voru sjö af tíu efstu í prófkjöri Vinstri grænna konur en þær lentu m.a. í þremur efstu sætum listans. Hjá Sjálfstæðisflokknum er þetta nánast öfugt, karlar hrepptu þrjú efstu sætin í Reykjavík en konur eru í fimm af sex neðstu sætunum á tólf manna lista.

Silja Bára segir enga eina skýringu á þessum mun. „Erlendar rannsóknir hafa þó gefið til kynna að konum vegni betur í prófkjörum þar sem eru verulegar takmarkanir á því hversu miklu má eyða – að ólíkur aðgangur kynjanna að fjármagni í samfélaginu hafi töluvert að segja.“

Nánr er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert