Átta skarfar skeggræða

mbl.is/Sigurgeir

Átta tignarlegir skarfar spókuðu sig og skeggræddu á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum í morgun, snyrtu fjaðrir sínar og þurrkuðu.

Skarfar verpa ekki við Vestmannaeyjar, en sjást oft um haust og vetur, mest þá á skerjum og dröngum við Eyjar.

Skarfarnir átta voru í miklum rólegheitum á hafnarsvæðinu og nutu óvæntra hlýinda þegar Sigurgeir ljósmyndari náði af þeim myndum en átta gráðu hiti var í Eyjum í morgun.

mbl.is