Eva Joly hreinsar út á Íslandi

Eva Joly.
Eva Joly. Ómar Óskarsson

Veiðar á þeim sem bera ábyrgð á efnahagshruni Íslands eru hafnar fyrir alvöru. Spillingarhausaveiðarinn Eva Joly á að hreinsa þar út. Ísland er nú á hraðri leið frá því að vera bananalýðveldi.

Á þessa lund hefst frásögn danska fréttavefjarins business.dk af framvindu bankahrunsins á Íslandi.

„Ekki er lengur einungis talað um óábyrg útlán banka, stefnu stjórnvalda og helst til of áhættusækna framkvæmdastjóra. Nei, nú snýst umræðan um hreinan og beinan þjófnað,“ segir í greininni, þar sem fjallað er um aðkomu Evu Joly að íslenskum rannsóknum á bankahruninu. Sagt er frá því að hún hafi mætt í viðtal hjá ríkissjónvarpinu og talað þar tæpitungulaust um ástandið á Íslandi. Þrátt fyrir það hafi Íslendingar ekki móðgast, heldur krafist þess að hún yrði ráðin til þess að taka hér til.

Lýst er atburðarásinni frá bankahruni til búsáhaldabyltingar, ríkisstjórnarskipta og stjórnarskipta í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. „Þetta er samt ekki nóg til að lægja kröfur fólksins um að þeir sem beri ábyrgð axli hana. Langt í frá.“

Á meðal þeirra sem fjallað er um í greininni er hinn sérstaki saksóknari, Ólafur Þór Hauksson. Sagt er frá því að enginn hafi upphaflega viljað sækja um starfið og því hafi það komið í hlut dómsmálaráðuneytisins að fá Ólaf Þór til verksins. Ástæðan fyrir því að enginn vildi sækja um sé sú að allir þekki alla í íslensku samfélagi og nánast ekkert bil sé á milli hugsanlegra brotamanna, eftirlitsstofnana og stjórnmálamanna. Flestir hafi séð það fyrir sér að þeir gætu aldrei uppfyllt kröfurnar sem gerðar verði til embættisins.

Þótt Ólafur Þór sé löglærður og hafi um árabil sinnt störfum sínum af heilindum sem sýslumaður á Akranesi, sé hann ekki kjörinn í starfið. Business hafi fjallað um hann og rætt við hann, en Ólafur hafi sagt að helstu meðmælin með honum í starfið væru þau að hann sé vanur því að starfa í fámennu samfélagi þar sem allir þekki alla. Þessum sýslumanni sé nú ætlað að taka upp baráttu við rússneska ólígarka, sjeik frá Katar, volduga kaupsýslumenn frá Bretlandi og stóra íslenska fjárfesta, sem hafi líklega notað skattaskjól til að koma háum fjárhæðum undan.

Eva Joly hafi boðið fram hjálp sína þegar henni varð ljós þessi styrksmunur á ákæruvaldinu og hugsanlegum brotamönnum á Íslandi.

„Það krefst reynslu að vita hvernig maður tekst á við bankarannsóknir. Maður þarf  að vita hvar maður á að leita og maður þarf að vita hvernig alþjóðleg fyrirtæki vinna,“ útskýrir Joly fyrir blaðamanni Berlingske Tidende. „Það verður nauðsynlegt að afla sönnunargagna á Íslandi, áður en maður getur gert sér vonir um að fá aðstoð frá öðrum löndum,“ segir hún. Hún er, svo ekki sé meira sagt, full efasemda um nálgun hins sérstaka saksóknara og fjögurra aðstoðarmanna hans, að fylgjast fyrst um sinn aðeins með því sem aðrar stofnanir eru að gera. „Það er stór misskilningur að bíða með eiginlega rannsókn, þar til maður er kominn með mál í hendurnar. Maður þarf að byrja út frá gruninum einum og rannsóknina þarf að gera með öllu frá rannsókn á uppgjörum fyrirtækja til húsleita.“

mbl.is

Innlent »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »

Dómstóla að skera úr um brot á sæmdarrétti

08:38 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, telur ekki við hæfi að hún tjái sig efnislega um afdrif lágmyndar Sigurjóns Ólafssonar á húsinu við Síðumúla 20. Vísar ráðherra á höfundarréttarnefnd og telur að það sé dómstóla að skera úr um hvort sæmdarréttur hafi verið brotinn. Meira »

Gæslan auglýsir olíu til sölu

07:57 Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Lægðirnar bíða í röðum

06:38 Umhleypingasamir dagar fram undan enda liggja lægðirnar í röðum eftir því að komast til okkar en þetta er ansi algeng staða á haustin að lægðagangur sé mikill, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Hauwa Liman var drepin í nótt

06:24 Vígamenn úr sveitum Boko Haram drápu Hauwa Liman sem starfaði fyrir Rauða krossinn í Nígeríu í nótt. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál starfssystur sinnar í erindi í Háskóla Íslands í gær. Hún var 24 ára gömul þegar hún var drepin. Meira »

Þriðjungur utan þjóðkirkju

05:51 Alls voru 65,6% landsmanna sem búsettir eru hér á landi skráðir í Þjóðkirkjuna 1. október síðastliðinn eða 233.062. Frá 1. desember 2017 hefur þeim fækkað um 2.029 manns eða 0,9%. Meira »

Samfylkingin missir fylgi

05:47 Samfylkingin tapar mestu fylgi allra borgarstjórnarflokkanna samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is. Meirihlutinn myndi halda velli ef kosið yrði að nýju en VG og Píratar bæta við sig fylgi. Meira »

800 milljóna framúrkeyrsla

05:30 Mikil framúrkeyrsla Félagsbústaða við viðhald á fjölbýlishúsinu Írabakka 2-16 er þriðja málið af því tagi sem upp kemur á stuttum tíma hjá Reykjavíkurborg. Hin eru mikill kostnaður við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi í Mathöll og endurbætur á bragganum í Nauthólsvík. Meira »

Segir svæðið mettað

05:30 Reykjanesbær hefur hafnað beiðni Útlendingastofnunar um að veita fleiri hælisleitendum þjónustu og þar með að stækka núgildandi samning bæjarins við stofnunina. Meira »

Veiking krónu gæti leitt til fleiri starfa

05:30 Gera má ráð fyrir að veiking krónu muni leiða til breytinga á neyslumynstri erlendra ferðamanna. Sú breyting mun þó taka tíma. Meira »