Tveir sóttu um prestsembætti

Seljakirkja.
Seljakirkja.

Tveir sóttu embætti prests í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra en frestur til að skila inn umsóknum rann út 17. mars. Embættið  er veitt frá 1. apríl næstkomandi en biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar.

Umsækjendur eru: sr. Hans Markús Hafsteinsson og sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson.

Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Reykjavíkurprófastsdæmis eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka