Segja að mistök hafi verið gerð við einkavæðingu bankanna

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir. mbl.is/Golli

Þörfin fyrir stóra kjölfestufjárfesta var ofmetin við einkavæðingu bankanna segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann vill reglur sem kveða á um hámarkseignarhlut í fjármálafyrirtæki. „Það mætti hugsa sér 20% hlut í þeim efnum.“ Jafnframt þurfi strangari reglur um viðskipti eigenda fjármálafyrirtækja við þau.

Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, telur ljóst að einhver mistök hafi verið gerð við einkavæðinguna. „Hins vegar er ómögulegt að fullyrða að þau hafi verið svo alvarleg að það hefði breytt einhverju um það sem við stöndum frammi fyrir núna.“

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telur hins vegar ekki vafa á að rekja megi bankahrunið í haust að einhverju leyti til einkavæðingar bankanna.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert