Takmörkuð vörn í biðsal evru

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

„Ef menn eyða meira en þeir afla, ár eftir ár, þá endar það illa. Ég held að það skipti engu máli hvort menn eyða of miklu í krónum, dollurum eða evrum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar Evrópusambandsins í morgun.

Yfirskrift fundarins var „Sjálfstæð mynt í fjármálakreppu“. Þar var fjallað um hlutverk peningastefnu til að styðja við efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir efnahagskreppu.

Steingrímur taldi bæði vera kostir og galla við krónuna sem sjálfstæðan íslenskan gjaldmiðil. Að sjálfsögðu sé óvissa og veikleikar sem tengist þessum litla gjaldmiðli okkar. Hann kvaðst telja að ef sæmilega tækist til við að koma krónunni á stöðugt ról og á raunhæfu gengi miðað við aðstæður þjóðarbúsins þá gæti krónan orðið eitt af gagnlegum tækjum til útflutnings- og samkeppnisgreinar búi við nægilega hagstæð skilyrði til að þjóðfélagið geti rifið sig upp.

Steingrímur sagði að það hafi reynst öðrum þjóðum, sem glíma við erfiðleika nú, takmörkuð vörn að vera „í biðsal evrunnar“. Sú hefði getað verið staða Íslands ef við hefðum gengið í Evrópusambandið fyrir nokkrum árum.

„Ég fæ ekki séð að Lettlendingar eða Ungverjar eða fleiri hafi notið þess eða það hafi reynst þeim mikil trygging í sjálfu sér fyrir þeim hlutum sem þeir eru nú að glíma við. Að lokum bera menn ábyrgð á sér sjálfir og þurfa að axla hana. Geta ekki keypt sér neina tryggingu, hvorki með því að ganga í Evrópusambandið eða taka upp evru eða neinu öðru. Að lokum hefur enginn áhuga á því að að gefa  neinum neitt. Allir hugsa um sig,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert