Vilja rannsaka síldina betur

Kap landaði síldinni í Vestmannaeyjum
Kap landaði síldinni í Vestmannaeyjum mbl.is/Sigurgeir

Sjávarútvegsráðuneytið hefur óskað eftir því við Hafrannsóknastofnun að aflað verði frekari gagna um ástandið í Vestmannaeyjahöfn í samstarfi við heimamenn og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, til þess að unnt sé að meta mengunarhættu sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að stafi af sýktri síld, sem þar heldur sig.

Veiðar á síldinni voru leyfðar tímabundið í síðustu viku á grundvelli umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands með skilyrði um sýnatöku undir eftirliti Hafró. Eftir rannsókn lagðist stofnunin gegn veiðunum, þar sem hún hefur áhyggjur af síldarstofninum og telur nokkrar líkur á að síldin gangi út úr höfninni. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum mótmælti bréflega og krafðist áframhaldandi heimildar til veiða. Jafnframt hefur ráðuneytinu borist ítrekuð umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, þar sem tekið er undir kröfu bæjarstjórans.

Niðurstöður rannsókna munu liggja fyrir innan fárra daga og mun ráðuneytið þá taka ákvörðun um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »