Evran komi í stað krónunnar

Reuters

skipta þarf krónunni út fyrir evruna og eru tvær leiðir til þess; einhliða upptaka eða aðild að ESB. Þetta er niðurstaða þess hóps er fjallaði um peningamál í skýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem kemur út í dag. Engin niðurstaða er í sjálfri skýrslunni um hvort sækja beri um aðild að sambandinu eða ekki. Kristján Þór Júlíusson, formaður nefndarinnar, segir að bæði skýrslunni og ályktunardrögum verði dreift á landsfundinum, sem hefst í dag.

Peningamálahópurinn segir tvennt í stöðunni vilji menn halda í krónuna. Annars vegar gjaldeyrishöft, sem séu ekki réttlætanleg, og hins vegar að eignir landsins erlendis séu töluvert umfram erlendar skuldir, sem sé ekki raunhæft. Niðurstaðan er sú að taka upp evru, en hópurinn klofnar í afstöðu til þess hvort mögulegt sé að gera það í gegnum ESB-aðild eða með einhliða upptöku. Síðari leiðina telur formaður hópsins engan veginn færa.

Athygli vekur að formaður og varaformaður auðlindahóps nefndarinnar telja að flokkurinn eigi að fá rúmar heimildir til að ræða við aðra flokka um hvernig standa skuli að aðildarviðræðum. Koma í niðurstöðum hópsins fram þrjú sjónarmið. Hluti hópsins telur að Ísland eigi alls ekki að ganga í ESB svo það missi ekki fullveldisrétt yfir auðlindum. Aðrir vilja eingöngu semja um aðild á þeim forsendum að Ísland haldi forræði yfir auðlindum. Í þriðja lagi er bent á að ekki sé nauðsynlegt að fá allsherjarundanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB þar sem meginreglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi að íslenska ríkið fái úthlutunarrétt á hérlendum kvóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert